Um ábyrgð almúgans og framsóknar

Smjerjarmur er óttalegur "name-dropper" og snobbari inn við beinið.  Þegar vinsælir tónlistarmenn eru annars vegar þá lætur hann jafnan smeðjulega, hrósar þeim í hástert og lætur eins og þeir séu hans bestu vinir.  Í dag er þessu ekki þannig farið, því jammi gamli er mjög hissa á einum af sínum uppáhalds tónlistarmönnum.  Á miðvikudag á að halda mótmæli í miðbæ Reykjavíkur.  Smjöddi er ekki fullur samúðar.  Því miður er það svo með málsvara öreiganna að þeir eiga það til að tapa sér í græðginni.  Menn sem hafa haft tækifæri til þess að búa í haginn fyrir ellina, tapa sér svo í neyslu (jeppakaupum, laxveiði og annarri sýndarmennsku) og leggja svo allt sitt undir í blygðunarlausri græðgi og kaupa hlutabréf fyrir meira en aleiguna.  Ekki verður feigum forðað!  Það fer ekki hjá því að menn borgi fyrir dómgreindarleysið.  Allir sem hafa heila vita að krónan var mjög lengi alltof hátt skráð.  Fólk tekur erlend lán og ef það hugsar hálfa hugsun veit að það einhvern tíma getur komið að því að gengi krónu lækkar.  Sjálfsagt hafa fáir vitað að krónan færi jafn langt niður og raun ber vitni, en hún hlaut að falla.  Þess að auki hefur verðþróun á hlutabréfum verðið ólíkindaleg á Íslandi.  Héldu menn að raunveruleg verðmætasköpun byggi að baki?  Smjerjarmur er búinn að vera að safna evrum í mörg ár.  Reyndar er evran alltof há og því var ákveðið að skipta peningunum og borga upp skuldir á Íslandi.  Samfylkingarmenn á Íslandi tala margir eins og það sé náttúrulögmál að Evran verði alltaf há, en Jarmur segir að hún muni falla þegar fram líða stundir.  Sumir eru svo vitlausir að trúa því að við eigum að kaupa okkur inn í evruna núna þegar krónan er enskis virði.  Þegar Evran svo fer að lækka myndum við taka á okkur enn meiri afföll og standa upp með ekki neitt.   Sannleikurinn er sá að stjórnvöld eiga bara hluta af sökinni hér, síðasta ríkisstjórn (sér í lagi framsókn) er miklu sekari og landlæg græði og áhættusækni spilar hér stóra rullu.  Nú er kominn tími til að kaupa íslenskt, spara gjaldeyri og horfast í augu við eftirfarandi staðreynd:  "if it sounds too good to be true, it probably aint". 

  Bergsteinn Sigurðsson skrifar um matseðil íslenskra stjórnmála á baksíðu Fréttablaðsins í gær (föstudag).  Myndmálið er mjög magnað og hefur Smjerjarmur útnefnt hann mann vikunnar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búin að vera að leita að jarminu í þér Smjöddi minn og er nú glöð að hafa fundið þig þó að ég sé nú líka hálfsvekkt yfir því að þú hafir lítið þroskast og sért enn að mæna upp til sjálfstæðisflokksins. Hver lagði niður Þjóðhagsstofnun, felldi niður skatta af innfluttum lúxusvarningi, var memmm framsóknarflokknum á föstu í mörg ár, einkavæddi bankana án þess að setja viðhlýtandi vinnureglur fyrir fjármálastofnanir? Er það kannski sá sami og er að ríkisvæða bankana í dag? Og þá á kostnað hvurra?

Sami flokkur ætlar nú að útrýma íslenskri kjötframleiðslu með innflutningi. Jarmaðu þér nær segi ég nú bara og mundu að vera í síðbrók vinurinn.

Drýla (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 21:39

2 Smámynd: Smjerjarmur

Drýla, óttaleg hornöld ertu.  Það er svo að stærsta vandamálið hjá okkur er landlæg græðgi.  Auðvitað átti ekki að einkavinavæða bankana með þeim hætti sem gert var.  Sjallarnir áttu að standa á bremsunni en gerðu ekki.  Það er of snemmt að spá fyrir um það hvernig fer.  Hversu mikið lánaði Kaupþing í útrásina?  Hvernig verða heimturnar af því?  Mér skilst á norska hamborgarhryggnum að það eigi ekki að gera neitt í bráð.  Hvað lánuðu hinir bankarnir og hvernig verða heimturnar á því?  Þetta eru óvissutímar, en Smjerjarmur er í góðum málum enda hefur hann verið aðhaldssamur og haft vit á því leggja fyrir í góðærinu. 

Smjerjarmur, 5.10.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smjerjarmur

Höfundur

Smjerjarmur
Smjerjarmur
Smjerjarmur í Halelújalandi er frændi gömlu íslensku jólasveinanna.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband