Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Evróputálsýnin

Sem betur fer hefur heldur dregið niður í þessari leiðinlegu Evrópusambandsumræðu.  Þegar til lengri tíma er litið skiptir það mestu máli fyrir afkomu þjóða að vera með sjálfbærar auðlindir sem nútíminn og komandi kynslóðir geta reitt sig á.  Ísland hefur svo margt sem ekki verður af því tekið þó svo að bankar, fjármálakerfið og jafnvel heill menningarheimur hrynji eins og hugsanlega hefur gerst á vesturlöndum núna. Það er a.m.k. vonandi ekki þannig að búið sé að veðsetja auðlindir okkar að því marki að við eigum engra kosta völ. 

Evrópa á sínar auðlindir.  Sumar þeirra eru ofnýttar og jafnvel orðnar að engu.  Lítið er orðið af sumum fiskistofnum í kring um Bretland og hin Evrópulöndin.  Auðlindir eru nýttar í botn og lítið svigrúm til fólksfjölgunar.  Norðursjávarolían er að klárast (nema hugsanlega hjá okkur), löndin sem stóru Evrópuríkin hafa arðrænt eru orðin sjálfstæðari og gott væri nú að komast í auðlindir á norðurslóðum.  Ég get ekki séð að leið Evrópu liggi upp á við, a.m.k. ekki hvað snertir afkomu og félagslegt öryggi borgaranna.  Þjóðfélagsstrúktur þessara þjóða felur í sér mikla stéttaskiptingu og kynþáttahatur er mjög djúpstætt meðal þeirra Evrópuþjóða sem mestu ráða í Brussel.  Við eigum ekki samleið með þessum þjóðum (Bretum, Frökkum og Þjóðverjum) og munum ekki geta skipt við þá á jafnréttisgrundvelli.  Til þess er fyrirlitning þeirra á Íslendingum of mikil. 

 


Fljúgum hærra

Enn fer Tralli Tromm á kostum og tjáir sig nú um íbúalýðræði.  Hans menn hafa skipað honum í framvarðasveit þeirra sem leiða umræðu um íbúalýðræði í flokknum og á landsvísu.  Á svona tímum er maður þakklátur fyrir að eiga forystumenn með sýn, forystumenn sem geta leitt umræðuna og verið okkur  fyrirmyndir sem hægt er að líta upp til.  

Tralli er ekki einn, hann hefur sér til ráðuneytis topp fólk sem líka leggur sín lóð á vogarskálarnar.  Guð blessi Ísland!   


Framtíðar ráðherra

Það hefur komið í ljós að ein skærasta von Vinstri Grænna í komandi kosningum hefur orðið fyrir einelti frá einhverjum bloggdólgum, en það eru þeir víst kallaðir sem stunda blogg undir dulnefnum.  Þessi maður, sem ég tel að sé einn af málefnalegustu talsmönnum VG, hefur valist til opinberrar þjónustu og sumir spá því að hann verði einn af ráðherrum næstu ríkisstjórnar.  Ég tel að það sé það sem fólkið vill.  Sumir hafa nefnt menntamálaráðuneytið.  Aðrir segja að rithöfundur, honum handgenginn, verði jafnvel aðstoðarmaður ráðherra.  Ég er nú ekkert endilega að kaupa þetta, enda með öllu óvíst að VG séu farnir að velja í stólana.  Rithöfundur þessi kallar sig í gríni Saurdísi Kverlantz, en hún skrifar um hænsnaskít (lífrænan áburð) og "ástarlíf" hænsna.  Kannski að þau fari bara í umhverfisráðuneytið og beiti sér fyrir aukinni sjálfbærni.  Ef það er rétt að fólk sé að níðast svona á blessuðum manninum og fjölskyldu hans vil ég nota tækifærið og fordæma slíkt háttarlag.  Persónulegt skítkast í skjóli nafnleyndar er auðvitað óþolandi með öllu.  Það er hins vegar ljóst að það mæðir jafnan mest á breiðu bökunum og þeir sem taka að sér að leiða fjöldann lenda í misjafnri umfjöllun.  Davíð Oddsson hefur lent í svipaðri orrahríð, en hann er annað dæmi um mann sem stendur í eldlínu stjórnmálanna. 

Aðgát skal höfð...


Þjóffélagsjarmur

Það gengur mikið á í þjóffélaginu þessa dagana.  Meðan allt lék í lyndi voru þeir sem gagnrýndu úrskurðaðir neikvæðir og leiðinlegir.  Nú er hins vegar keppst við að benda á sökudólga og margir benda á Davíð Oddsson.  Ég ætla svo sem ekki að halda því fram að hann sé hafinn yfir gagnrýni og það að gera mistök, en það þarf sterkan vilja til þess að eigna honum allt það brjálæði sem gengið hefur yfir þjóðfélagið á undanförnum árum.  Nú skeiða kommarnir fram á völllinn og tala um græðgivæðingu og fall kapítalismans og fleira í þeim dúr.  Óli "kommi" sá annars ágæti maður var í útvarpsviðtali í dag og talaði um að vinir sínir Lenín og Stalín myndu nú segja við markaðshyggjumennina: "I told you so".  Það er einkennilegt að vilja telja þessa fjöldamorðingja til vina sinna.  Annars kom margt ágætt í málflutningi Óla, m.a. benti hann á að Bretar væru ekki miklir vinur okkar nema þegar þeim hentaði.  Ég veit ekki hvaða vini þeir eiga í reynd, þessi sérgóða þjóð hefur alla tíð valtað yfir allt og alla með merkilegheitasvip og verið allra þjóða harðdrægust í viðskiptum.  Varðandi Davíð þá hefur ýmislegt rifjast upp fyrir mér síðustu dagana.  Davíð var t.d. fyrstur manna til þess að mótmæla ofurlaununum hjá bönkunum.  Ég man eftir því þegar hann tók 300 þúsund krónurnar sínar út af reikningi hjá Kaupþingi útaf ofurgræðgi stjórnendanna.  Á þeim tíma var Davíð gagnrýndur harðlega, þótti neikvæður og leiðinlegur.  Þjóðin hélt svo áfram að kaupa hlutabréf í bönkum sem var stjórnað af mönnum sem áttu einkaþotur, leigðu dýra skemmtikrafta frá útlöndum og fóru almennt glannalega með fé.  Hvað var fólk að hugsa?  Reyndar er það nú svo að mikið af þessu "tapaða" hlutafé manna er alls ekki fé sem menn hafa lagt fram af kaupinu sínu.  Reyndin er sú að hlutafé hefur vaxið eins og verið sé að blása út blöðru og margir þeirra sem hafa tapað eru búnir að hafa upp úr þessu mun meira fé en þeir hafa lagt fram, þ.e.a.s. þeir sem tóku út fé áður en blaðran sprakk.  Vogun vinnur, vogun tapar!  Margir af gömlu kommunum tala mikið um græðgivæðingu.  Mér finnst þetta vera eins og hvert annað orðskrípi.  Sannleikurinn er sá að græðgi er nátengd sjálfsbjargarviðleitni fólks og er óhætt að segja að græðgin hafi verið landlægt hér á landi alla tíð. 

Íslendingar eru búnir að syngja lof útrásarinnar árum saman.  Hjákátlegustu lofræðurnar hafa verið fluttar af Ólafi Ragnari Grímssyni, þessum skarpgreinda manni.  Spurningin sem við verðum að spyrja er þessi: hvaða lærdóm er hægt að draga af mistökunum?  Ísland er ríkt land.  Við eigum fiskimið, orkulindir og mannauð sem við hljótum að vera öfundsverð af.  Hvernig komum við í veg fyrir það að gráðugar frekjur á borð við helstu iðnríki heims nái tangarhaldi á okkar auðlindum?  Mér hrýs hugur við því að við framseljum sjálfstæði okkar til þessara hrægamma og vona að við komumst hjá því að tapa sjálfstæði okkar út af mikilmennskubrjálæði útrásargosanna.  Það er miklu til kostandi að losna við aðstoð alþjóða gjaldeyrissjóðsins.  ÞJóðverjum, Bretum og Frökkum er ekki treystandi fyrir okkar hagsmunum.  'Islenskar auðlindir í þjóðareign, það verður að vera okkar skýlausa krafa. 

 

 

 


Um ábyrgð almúgans og framsóknar

Smjerjarmur er óttalegur "name-dropper" og snobbari inn við beinið.  Þegar vinsælir tónlistarmenn eru annars vegar þá lætur hann jafnan smeðjulega, hrósar þeim í hástert og lætur eins og þeir séu hans bestu vinir.  Í dag er þessu ekki þannig farið, því jammi gamli er mjög hissa á einum af sínum uppáhalds tónlistarmönnum.  Á miðvikudag á að halda mótmæli í miðbæ Reykjavíkur.  Smjöddi er ekki fullur samúðar.  Því miður er það svo með málsvara öreiganna að þeir eiga það til að tapa sér í græðginni.  Menn sem hafa haft tækifæri til þess að búa í haginn fyrir ellina, tapa sér svo í neyslu (jeppakaupum, laxveiði og annarri sýndarmennsku) og leggja svo allt sitt undir í blygðunarlausri græðgi og kaupa hlutabréf fyrir meira en aleiguna.  Ekki verður feigum forðað!  Það fer ekki hjá því að menn borgi fyrir dómgreindarleysið.  Allir sem hafa heila vita að krónan var mjög lengi alltof hátt skráð.  Fólk tekur erlend lán og ef það hugsar hálfa hugsun veit að það einhvern tíma getur komið að því að gengi krónu lækkar.  Sjálfsagt hafa fáir vitað að krónan færi jafn langt niður og raun ber vitni, en hún hlaut að falla.  Þess að auki hefur verðþróun á hlutabréfum verðið ólíkindaleg á Íslandi.  Héldu menn að raunveruleg verðmætasköpun byggi að baki?  Smjerjarmur er búinn að vera að safna evrum í mörg ár.  Reyndar er evran alltof há og því var ákveðið að skipta peningunum og borga upp skuldir á Íslandi.  Samfylkingarmenn á Íslandi tala margir eins og það sé náttúrulögmál að Evran verði alltaf há, en Jarmur segir að hún muni falla þegar fram líða stundir.  Sumir eru svo vitlausir að trúa því að við eigum að kaupa okkur inn í evruna núna þegar krónan er enskis virði.  Þegar Evran svo fer að lækka myndum við taka á okkur enn meiri afföll og standa upp með ekki neitt.   Sannleikurinn er sá að stjórnvöld eiga bara hluta af sökinni hér, síðasta ríkisstjórn (sér í lagi framsókn) er miklu sekari og landlæg græði og áhættusækni spilar hér stóra rullu.  Nú er kominn tími til að kaupa íslenskt, spara gjaldeyri og horfast í augu við eftirfarandi staðreynd:  "if it sounds too good to be true, it probably aint". 

  Bergsteinn Sigurðsson skrifar um matseðil íslenskra stjórnmála á baksíðu Fréttablaðsins í gær (föstudag).  Myndmálið er mjög magnað og hefur Smjerjarmur útnefnt hann mann vikunnar. 

 


Um bloggið

Smjerjarmur

Höfundur

Smjerjarmur
Smjerjarmur
Smjerjarmur í Halelújalandi er frændi gömlu íslensku jólasveinanna.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 179

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband