16.2.2009 | 11:31
Tralli og Árósasamningurinn
Smjerjarmur er að fylgjast með umhverfismálaumræðunni. Nú er Árósasamningurinn mikið í umræðunni en Tralli Tromm hefur ekki tjáð sig neitt enn sem komið er. Það verður fróðlegt að heyra hans innlegg. Það er eflaust fleiri en ég sem bíða eftir næsta útspili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 01:05
Fljúgum hærra
Enn fer Tralli Tromm á kostum og tjáir sig nú um íbúalýðræði. Hans menn hafa skipað honum í framvarðasveit þeirra sem leiða umræðu um íbúalýðræði í flokknum og á landsvísu. Á svona tímum er maður þakklátur fyrir að eiga forystumenn með sýn, forystumenn sem geta leitt umræðuna og verið okkur fyrirmyndir sem hægt er að líta upp til.
Tralli er ekki einn, hann hefur sér til ráðuneytis topp fólk sem líka leggur sín lóð á vogarskálarnar. Guð blessi Ísland!
2.2.2009 | 17:24
Um áliðnað
Nýr umhverfisráðherra sér sérstaka ástæðu til þess að tjá sig um að ekki verði tekin ákvörðun um fleiri álver í tíð núverandi stjórnar. Hið rétta er að ríkisstjórnin er blessunarlega laus við að þurfa að taka afstöðu til slíkra verkefna, enda er álverð í sögulegu lágmarki og fyrirtækin sem reka þau berjast í bökkum til þess að halda gangandi þeirri starfsemi er nú þegar er í gangi.
Ég held að það væri sterkt fyrir stjórnina að vera sem minnst að velta sér upp úr málum sem ekki koma til álita á þessum fáu lífdögum sem henni eru gefnir. Ég bara nenni ekki að hlusta á neitt "bull-shit" núna, jafnvel ekki frá VG.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 14:06
Heilög Jóhanna
Það er mikið gert úr því í fjölmiðlum að Jóhanna Sigurðardóttir sé "flugfreyja". Mér finnst þessi málflutningur dálítið sérkennilegur í ljósi þess að allir vita að Jóhanna hefur um áratugabili verið sá stjórnmálamaður sem hefur verið mest áberandi í umræðu um velferðarkerfið og óhætt að fullyrða að fáir, ef einhverjir stjórnmálamenn, hafa jafn mikla þekkingu á þessum málaflokki. Jóhanna á að baki mjög langan stjórnmálaferil og er mjög duglegur stjórnmálamaður. Ég veit ekki hvort hún hefur háskólapróf, en sú menntun sem hún hefur fengið á vettvangi stjórnmálanna er meiri en svo að það skipti máli. Ég á ekki samleið með Jóhönnu í skoðunum, en mér finnst rétt að hún njóti sannmælis sem duglegur, flinkur og traustvekjandi stjórnmálamaður. Það er einkum vegna þess að hún hefur ríka réttlætiskennd og er sjálfri sér samkvæm sem henni er treyst. Störf hennar sem flugfreyja skipta varla máli í þessu samhengi, það er einfaldlega of langt um liðið.
Ég vil bæta því við að flugfreyjustarfið getur verið góður undirbúningur undir ráðherrastarf. Flugfreyjur jafn sem þeir sem veljast til opinberrar þjónustu þurfa að hafa þjónustulund og kunna til verka, sér í lagi við erfiðar aðstæður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009 | 00:33
Áhugaleysi um Smjerjarm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2009 | 21:33
Menntunarkröfur til ráðherra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2009 | 01:32
Lögfræðistofnun Tralla Tromm hefur skilað áliti
Það er fróðlegt að sjá lögfræðiálit Tralla á því sem Björn Bjarnason sagði á sinni síðu um forsetaembættið og framgöngu Ólafs Ragnars í gær. Tralli tekur dálítið fræðilegan pól í hæðina og er honum trúlega telft hér fram af flokknum til þess að skáka lögfræðingum sjálfstæðisflokksins. Öll umræðan er að færast á hærra plan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2008 | 18:01
Smáaurar
Ákært á ný í Baugsmálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2008 | 22:48
Myntbandalag með Afríku
Ísland og Afríka ollu skjálftanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2008 | 00:00
Framtíðar ráðherra
Það hefur komið í ljós að ein skærasta von Vinstri Grænna í komandi kosningum hefur orðið fyrir einelti frá einhverjum bloggdólgum, en það eru þeir víst kallaðir sem stunda blogg undir dulnefnum. Þessi maður, sem ég tel að sé einn af málefnalegustu talsmönnum VG, hefur valist til opinberrar þjónustu og sumir spá því að hann verði einn af ráðherrum næstu ríkisstjórnar. Ég tel að það sé það sem fólkið vill. Sumir hafa nefnt menntamálaráðuneytið. Aðrir segja að rithöfundur, honum handgenginn, verði jafnvel aðstoðarmaður ráðherra. Ég er nú ekkert endilega að kaupa þetta, enda með öllu óvíst að VG séu farnir að velja í stólana. Rithöfundur þessi kallar sig í gríni Saurdísi Kverlantz, en hún skrifar um hænsnaskít (lífrænan áburð) og "ástarlíf" hænsna. Kannski að þau fari bara í umhverfisráðuneytið og beiti sér fyrir aukinni sjálfbærni. Ef það er rétt að fólk sé að níðast svona á blessuðum manninum og fjölskyldu hans vil ég nota tækifærið og fordæma slíkt háttarlag. Persónulegt skítkast í skjóli nafnleyndar er auðvitað óþolandi með öllu. Það er hins vegar ljóst að það mæðir jafnan mest á breiðu bökunum og þeir sem taka að sér að leiða fjöldann lenda í misjafnri umfjöllun. Davíð Oddsson hefur lent í svipaðri orrahríð, en hann er annað dæmi um mann sem stendur í eldlínu stjórnmálanna.
Aðgát skal höfð...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Smjerjarmur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar