Til gamans með kveðju (innsent efni)

Enginn þarf að óttast gröfur

eða skara manns með kröfur

enginn heldur óttast fréttir

er engir finnast grænir blettir. 

Forsetinn á helgu felli

forðast umræðugrundvelli.

Umræða’ á að vera í böndum

sem í betri’ alræðislöndum. 

Engin mál sem máli skipta

múgurinn skal hulu’ af svipta

heldur bugta sig og beygja

með brostið hjarta síðan þegja. 

Hann er telur heilsíðufréttir

,hallilúja, og sig grettir:

„Hárið hefði’ ég átt að snyrta

úr því þeir voru mig að birta. 

Syng með mér í sigurhljómi

samflokksmenn nú einum rómi,

í hallilújalandi er hátíð

hreinsuð er nú af mér þátíð. 

Ég er saklaus, ég er særður

svo er ég orðinn svo stutthærður.

Ég vil fá að veri í friði

nema fyrir hallilújaliði.“


Hetjur og andhetjur

Nú er tekist á um það hver sé góði gæinn og hver sé vondi gæinn í Burger-Group.  Þráinn er búinn að gera stórdrama úr heimskulegu bréfi sem Margrét sendi út um víðan völl.  Mér finnst lítil reisn yfir þessari hreifingu og nenni ekki að gera það upp við mig hver er hefur gegnið lengst í því að spila rassinn úr buxunum.  Í leikriti þar sem er ein karlkyns dramadrottning, einn sem greiddi ekki skatta á síðasta ári en vill ráða því hvernig peningum þjóðarinnar er ráðstafað og tveir kvenkyns bullustampar, eru tómar andhetjur.  Þetta gengi aldrei upp í Hollywood. 

Menningin

Jarmarinn skellti sér í menninguna á sunnudagskvöld og fylgdist með Diddú, Bjarna, Ágústi, Sigríði og Antoniu Havesi í Gamlabíói.   Óhætt er að fullyrða að hér var á ferð hin besta skemmtun.  Diddú, sem er gamall lærimeistari Smjerjarms fór algerlega á kostum, var frábærlega fyndin og flaug auk þess upp á háu nóturnar.  Meðal annars söng hún aríu næturdrottningarinnar (Die hölle Rache kocht in meinem Herzen) og virtist fara áreynslulítið alla leið upp á F.  Það er augljóst að tæknin er er mjög góð hjá henni, enda er ekki að heyra þreytu í röddinni þrátt fyrir að hún syngji mjög mikið, eflaust meira en ýmsir telja boðlegt fyrir röddina.  Margar lyrískar sópranir sem syngja mikið missa léttleika æskunnar úr röddinni og verða "gamlar" fyrir aldur fram.  Ekki Diddú.  Reynar voru allir söngvararnir frábærlega góðir.  Sigríður er bæði skemmtileg, þokkafull og með glæsilega rödd.  Karlsöngvarnir Bjarni og Ágúst eru í heimsklassa meðal karlsöngvara.  Bjarni sem er "basso buffo" er frábær leikari með rödd sem er einstök.  Ágúst, baritón af breiðfirskum uppruna, er líka maður sem hefur gífurlega möguleika sem framtíðar söngvari og kom á óvart með skemmtilegum leikrænum tilburðum.  Anotonia er happafengur fyrir okkur íslendinga, frábær undirleikari og hennar framlag til íslensks tónlistarlífs er stórt.   Það er engin menningarkreppa með við eigum svona hæfileikafólk til þess að tefla fram.  Alþjóðavæðingin hefur sína stóru kosti. 

ISG í slaginn

Það er gleðilegt að sjá Ingibjörgu Sólrúnu tilkynna um sitt framboð til alþingis.  Ég hef ekki verið fyllilega sáttur við hana í tenglum við stjórnarskiptin og framkomu hennar gagnvart Davíð Oddssyni, en mér þætti mikill sjónarsviptir að henni úr stjórnmálunum.  Hún er einn af okkar skeleggustu forystumönnun og við þurfum á henni að halda á þeim eymdartímum sem nú eru í íslenskum stjórnmálum.  Það er kallað eftir endurnýjun alstaðar og þessi klisja er orðinn að einn einni þráhyggju þjóðarinnar.  Ég vil ekki kjósa neinn flokk sem hefur hent út öllum sínum reynsluboltum.  Við sem þjóð verðum að horfast í augu við það að sú leið sem flestir töldu ligga að aukinni velsæld og bættri afkomu fyrir þjóðina leiddi okkur í gjaldþrot.  Vissulega bera stjórnvöld ábygrð og þ.m.t. Samfylking.  Þeir sem hafa verið við stjórnvölin hljóta af hafa lært mikið af þessari bitru reynslu og það þurfum við að nota okkur.  Þær Jóhanna og Ingibjörg eru að mínu mati mjög virðingarverðir stjórnmálamenn, ég vona að þær leiði listana í komandi kosningum.  Sjálfur hef ég aldrei kosið Samfylkinguna, né heldur hugleitt það alvarlega.  Mér þótti flokkurinn mjög ótrúverðugur þegar Ólafur, Árni Páll, Helgi Hjörvar og fleiri voru farnir að taka málin í sínar hendur í síðasta mánuði.  Engu að síður vona ég að besta fólkið þeirra verði í fremstu röð framboðslistans, ég vil ekki algera endurnýjun í komandi kosningum.   

Bloggglaður sveitarstjórnarmaður

Það er merkilegt að ein af ástæðum þess að Sigurði Jónssyni, sveitarstjóra, er sagt upp eru bloggskrif hans.  Þar sem skrif Sigurðar hafa verið vönduð og málefnaleg finnst mér þetta fremur skrítið.  Reyndar hefur Sigurður lent í því að menn sem ekki eru æruvandir skrifi inn á síðuna hjá honum og þrátt fyrir að slíkt hafi verið hreinsað burt er þetta notað gegn honum.  Málið er sérkennilegt og vekur spurningar um það hvort ekki þurfi að vera til staðar einhverjar viðmiðanir um hvað menn geta leyft sér og hvað falli fyrir utan siðgæðismörk.  Flestir menn í opinberri þjónustu hafa haft vit á því að sína hófsemi og eðlilega dómgreind í þessum efnum, þó svo að aðrir hafi lent á villligötum.   Mig rámar í að annar sveitarstjórnarmaður hafi verið látinn fara út af bloggi, gott ef hann var ekki á Álftanesi. 

Önnur sjónarmið

Að undanförnu hefur töluvert verið rætt um offjárfestingu í byggingageiranum.  Mörgum þykir furðu sæta að sveitafélög hafi anað áfram í ábyrgðarleysi og leyft byggingarfélögum að reisa heilu hverfin sem stjórnmálamenn mættu vita að ekki væri markaður fyrir.  Meðal þeirra sem sæta gagnrýni eru þeir sjálfstæðismenn í Mosó sem setið hafa í stjórn síðustu árin.  Á bloggsíðu Karls Tómassonar sá ég svo það sjónarmið að ekki væri nægjanlega mikið  byggt og ásakar sá sem skrifar Varmársamtökin fyrir að hafa komið í veg fyrir ennþá meira væri byggt.  Grípum hér niður í skrif Ragnars Inga Magnússonar: 

"Mér skilst að blómleg byggð væri risin í Helgafellslandi ef Varmársamtökin hefðu ekki með linnulausum kærum tafið allar framkvæmdir. Þar sem byggingageirinn er hruninn munu rándýrar gatnagerðarframkvæmdir bæjarfélagsins safna vöxtum um ókomin ár á sama tíma verður Mosfellsbær af óhemju skatt-tekjum vegna þess að fólkið sem hugðist flytja í Helgafellshverfi munu ekki hafa bolmagn til þess vegna hruns bankanna.  Jón Baldvin og fjölsk. hans hafa með Varmársamtökunum sínum vafalítið unnið bæjarfélaginu mikið tjón. Baráttumálin hafa líka verið í meira lagi furðuleg. Ofurvenjuleg gatnagerð í þéttbýli, lagningu göngustíga,uppbygging íþróttaaðstöðu við Lágafellsskóla. Byggingu gervigrasvallar við íþróttahúsið að Varmá. Kirkjubyggingu í miðbænum. Glæsilegu miðbæjartorgi þar sem áratugum saman hafði verið malarbingur. Sigmundur Davíð er bara að fá forsmekkinn af blekkingar og svívirðingaleik sem lygavél Samfylkingarinnar fjöldaframleiðir. Aumingja karlinn hélt að í Samfylkingunni væri gott fólk og heiðvirt en Mosfellingar hafa komist að öðru og það hefur reynst þeim dýrkeypt."

Ég er ekki viss hvert Ragnar er að fara, en held helst að hann telji að miklum mun meira hefði verið fjárfest í steinsteypu ef Varmársamtökin hefðu ekki eyðilagt stemminguna.  Hvort þetta sjónarmið er "main-stream" í einhverjum stjórnmálaflokkum veit ég ekki, en hitt er víst að mér þykir þetta ekki hafa góðan samhljóm við þær háværu raddir sem nú heyrast um allt land, raddir sem lýsa reiði yfir því hversu geist stjórnvöld lands og sveita hafa farið á flestum sviðum.  

Höfundur er búsettur í Reykjavík. 

 


Umræðan hjá VG

Í flokki Vinstri Grænna er kosningaundirbúningur kominn á fulla ferð.  Ég rakst á áhugaverðar athugasemdir Guðjóns Jenssonar á bloggi sveitarstjórnarmanns VG.  Þar segir Guðjón m.a.:

"Mjög margir eru efins um að þetta sé unnt nema að einhverjir valdamiklir gróðapungar standi að baki þessum nýja formanni. Framsóknarflokkurinn hefur beðið gríðarlega hnekki á undanförnum árum og hefur fjarlægst mjög hinum upphaflegu markmiðum sínum. Flokkurinn hefur ásamt Sjálfstæðisflokknum verið gróðrastía spillingar og það er nánast óhugsandi að fram geti farið „sótthreinsun" á flokknum með vali eins manns í forystu. Það eru baktjaldamennirnir sem ráða með því að toga í spotta og veita gjafir á rétta augnablikinu, allt til að véla kjósendur rétt fyrir kjördag. Var þetta ekki stundað grimmt í Róm til forna? Voru það ekki auðmennirnir sem jusu fé í sveltandi lýðinn, otaði að honum brauðhleif og gáfu þeim aðgang að ókeypis leikum í Colosseum?

Sagan endurtekur sig, því miður oft skuggahliðar hennar."

Guðjón kann að hafa sínar ástæður til að efast um heilindi nýs formanns Framsóknar, en ég er þeirrar skoðunar að ekki sé rétt að grafa undan trausti mannsins fyrr en hann hefur fengið tækifæri til þess að sanna sig.  Maðurinn býður af sér góðan þokka að mínu viti og ég hef orðið þess var að menn eru að nota ættartensl hans til þess að gera hann tortryggilegan.  Í þá gryfju fellur Guðjón ekki, en hér gætir nokkurrar dómhörku frá mínum bæjardyrum séð.  Kannski eru það fleiri en einhverjir Samfylkingarmenn sem eru að troða skóinn niður af þessum unga stjórnmálamanni. 

Ennþá athyglisverðara þótti mér þó niðurlag athugasemdarinnar:

"Meginmarkmið okkar VG fólks er að bjóða að vori fólk í framboð sem sýnt hefur ákveðni, skynsemi, heiðarleika og umfram allt víðsýni og auk þess hefur á yfirgripsmikilli reynslu og góðri menntun að byggja."

Ég vona að Guðjóni verði að þessari ósk sinni og að þeir sem telft verður fram til alþingiskosninga verði trúir þeirri stefnu sem flokkurinn hefur markað.  Þegar ég les þetta kemur í hug mér fólk eins og Svandís Svavarsdóttir, Guðfríður Lilja og Steingrímur J. Sigfússon.  Þeir sem eru óskynsamir, óheiðarlegir, sjálfhverfir og illa menntaðir verða þá ekki í framvarðarsveitinni í alþingiskosningum. 

Velkomið vertu nýja Ísland. 


Evróputálsýnin

Sem betur fer hefur heldur dregið niður í þessari leiðinlegu Evrópusambandsumræðu.  Þegar til lengri tíma er litið skiptir það mestu máli fyrir afkomu þjóða að vera með sjálfbærar auðlindir sem nútíminn og komandi kynslóðir geta reitt sig á.  Ísland hefur svo margt sem ekki verður af því tekið þó svo að bankar, fjármálakerfið og jafnvel heill menningarheimur hrynji eins og hugsanlega hefur gerst á vesturlöndum núna. Það er a.m.k. vonandi ekki þannig að búið sé að veðsetja auðlindir okkar að því marki að við eigum engra kosta völ. 

Evrópa á sínar auðlindir.  Sumar þeirra eru ofnýttar og jafnvel orðnar að engu.  Lítið er orðið af sumum fiskistofnum í kring um Bretland og hin Evrópulöndin.  Auðlindir eru nýttar í botn og lítið svigrúm til fólksfjölgunar.  Norðursjávarolían er að klárast (nema hugsanlega hjá okkur), löndin sem stóru Evrópuríkin hafa arðrænt eru orðin sjálfstæðari og gott væri nú að komast í auðlindir á norðurslóðum.  Ég get ekki séð að leið Evrópu liggi upp á við, a.m.k. ekki hvað snertir afkomu og félagslegt öryggi borgaranna.  Þjóðfélagsstrúktur þessara þjóða felur í sér mikla stéttaskiptingu og kynþáttahatur er mjög djúpstætt meðal þeirra Evrópuþjóða sem mestu ráða í Brussel.  Við eigum ekki samleið með þessum þjóðum (Bretum, Frökkum og Þjóðverjum) og munum ekki geta skipt við þá á jafnréttisgrundvelli.  Til þess er fyrirlitning þeirra á Íslendingum of mikil. 

 


Nú er látið illa

Ég er löngu hættur að nenna að blogga.  Einstöku sinnum dettur mér eitthvað í hug til þess að fjalla um, en það er sjaldan.  Stundum dettur það í mig að vega að fólki sem lætur illa, en sjaldan nenni ég því.  Mig langar ekki að vera barnapía, finnst nóg að hugsa um mín börn og nýja barnabarnið, hana Lilju sem er sögð öll í mína ætt. 

Þó ég nennti að blogga les þetta enginn.  Ég skrifa undir dulnefni (já, Smjerjarmur er ekki mitt raunverulega nafn), er aldrei birtur á forsíðu og meira að segja konan og aðrir nákomnir eru hættir að líta á bloggið hjá mér.  Ég reikna með því að það þyki fremur leiðinlegt og ég get ekki verið ósammála því.  Það er enginn innblástur.  Þó er lítill hópur fólks að sýna þessu áhuga og er að reyna að eggja mig til þess að svara bulli.  Svo bregður við að flettingum fjölgar (vegna þess að aðrir auglýsa mig) og ég fer að skammast mín fyrir að leggja ekki vinnu í bloggið.  Ég er allt í einu undir pressu. 

Sagt er að ég hafi verið með annað blogg sem var lokað vegna meiðyrða.  Þetta sé blogg "Valda Sturlaugs", eða "Varmársamtaka-Valda" eins og maður í Mosó kaus að nefna hann.  Af mér er það að segja að ég hef aldrei gerst sekur um meiðyrði.  Reyndar frétti ég að umræddri síðu hafi verið lokað útaf "jarminu í manni sem ekki virðist hafa neitt annað að gera en að væla í okkur" eins og heimildamaðurinn hjá Vísi orðaði það.   Þetta er nú fremur svona sorry!

Eitt af því sem borðið hefur verið upp á "Valda" er að hann sé að gera grín að banvænum sjúkdómum fólks.  Þetta eru ótrúlega þungar ásakanir og geta ekki talist mjög trúverðugar.  Á einum stað á blogginu hef ég séð gert grín að banvænum sjúkdómi fólks (alkohólisma) og var það síða geðveikrar konu sem kann ekki fótum sínum forráð í lífinu.  Ég vona að dæmin um svona framkomu séu fá og finnast örugglega ekki meðal þeirra sem eru að nota frítímann sinn til að þjóna hagsmunum samfélagsins.  Ég hef reyndar alltaf litið upp til fólks sem hefur ríka félagslega vitund og hef oft hugleitt að taka mig á að þessu leytinu til.  Því miður er Smjerjarmur mest að eltast við það sem hann fær borgað fyrir. 

Stjórnmál snúast um traust.  Sumir stjórnmálamenn lenda í harðri og stundum of óvæginni gagnrýni.  Ég er ekki nógu kunnugur aðdraganda þeirrar deilu sem ég blandaðist inn í til þess að meta hvort of geist var farið í gagnrýninni í upphafi.  Það má velta því fyrir sér hvort eitthvað af þeirri hörðu gagnrýni sem umræddur stjórnmálamaður fékk hafi réttlætt heift hans og stóru orðin sem féllu í garð umbjóðenda hans.  Eftir standa öll ósannindin, sjálfsvorkunin og blekkingarnar sem hafa misboðið minni réttlætiskennd.  Ég segi eins og Valdi Sturlaugz: "Love the sinner, hate the sin." 

Með bestu óskum um að farsælli stígur verði fetaður í framtíðinni. 

Smjerjarmur í Hallelújalandi!

 

 


Einelti í Mosó

Það rifjast upp fyrir mér einu sinni enn að einelti í Mosó nær langt út fyrir Varmárskóla.  Ég sá um daginn að stúlka úr Mosó hafði flúið úr bæjarfélaginu og var komin í Réttó, eða einhvern annan skóla í Reykjavík á flótta undan eineltinu.  Þetta kemur ekki á óvart, miðað við að fólk sem valist hefur til ábyrgðarstarfa í bænum skuli halda úti bloggsíðu sem er einn helsti vettvangur lyga, rógs og þöggunar á öllu landinu.  Sjálfur hefur ég fylgst með þessu lengi og geri mér ljósa grein fyrir því hvað er á ferðinni. 

Meðal þess sem skrifað er um á þessari síðu eru mín skrif og eru þau jafnan heimfærð upp á Varmársamtökin.  Þar sem ég hef aldrei starfað á þeim vettvangi finnst mér þetta hið furðulegasta mál.  Ég bý ekki í Mosó og mun trúlega aldrei og hef takmarkaðan áhuga á skipulagsmálum þar.  Ég hins vegar hef ekki mikið umburðarlyndi fyrir óhreinlyndi og óþverraskap og hef því stundum séð ástæðu til þess að gagnrýna aðfarir að hugsjónastarfi fólks.  Hið undarlega er að það eru aldrei mín skrif sem eru gagnrýnd.  Heldur eru settar fram fullyrðingar um að ég hafi skrifað og sagt hitt og þetta og sá skáldskapur svo túlkaður.  Gott væri ef þetta fólk hefði svona mikið hugmyndaflug við úrlausnir hins raunverulega vanda.  

How low can you go? 

Ég hvet fólk til þess að kynna sér blogg Varmársamtakanna, það er mjög málefnalegt og fróðlegt.  Full Vinsti Grænt fyrir minn smekk, en málefnalegt.   


Næsta síða »

Um bloggið

Smjerjarmur

Höfundur

Smjerjarmur
Smjerjarmur
Smjerjarmur í Halelújalandi er frændi gömlu íslensku jólasveinanna.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband