Umræðan hjá VG

Í flokki Vinstri Grænna er kosningaundirbúningur kominn á fulla ferð.  Ég rakst á áhugaverðar athugasemdir Guðjóns Jenssonar á bloggi sveitarstjórnarmanns VG.  Þar segir Guðjón m.a.:

"Mjög margir eru efins um að þetta sé unnt nema að einhverjir valdamiklir gróðapungar standi að baki þessum nýja formanni. Framsóknarflokkurinn hefur beðið gríðarlega hnekki á undanförnum árum og hefur fjarlægst mjög hinum upphaflegu markmiðum sínum. Flokkurinn hefur ásamt Sjálfstæðisflokknum verið gróðrastía spillingar og það er nánast óhugsandi að fram geti farið „sótthreinsun" á flokknum með vali eins manns í forystu. Það eru baktjaldamennirnir sem ráða með því að toga í spotta og veita gjafir á rétta augnablikinu, allt til að véla kjósendur rétt fyrir kjördag. Var þetta ekki stundað grimmt í Róm til forna? Voru það ekki auðmennirnir sem jusu fé í sveltandi lýðinn, otaði að honum brauðhleif og gáfu þeim aðgang að ókeypis leikum í Colosseum?

Sagan endurtekur sig, því miður oft skuggahliðar hennar."

Guðjón kann að hafa sínar ástæður til að efast um heilindi nýs formanns Framsóknar, en ég er þeirrar skoðunar að ekki sé rétt að grafa undan trausti mannsins fyrr en hann hefur fengið tækifæri til þess að sanna sig.  Maðurinn býður af sér góðan þokka að mínu viti og ég hef orðið þess var að menn eru að nota ættartensl hans til þess að gera hann tortryggilegan.  Í þá gryfju fellur Guðjón ekki, en hér gætir nokkurrar dómhörku frá mínum bæjardyrum séð.  Kannski eru það fleiri en einhverjir Samfylkingarmenn sem eru að troða skóinn niður af þessum unga stjórnmálamanni. 

Ennþá athyglisverðara þótti mér þó niðurlag athugasemdarinnar:

"Meginmarkmið okkar VG fólks er að bjóða að vori fólk í framboð sem sýnt hefur ákveðni, skynsemi, heiðarleika og umfram allt víðsýni og auk þess hefur á yfirgripsmikilli reynslu og góðri menntun að byggja."

Ég vona að Guðjóni verði að þessari ósk sinni og að þeir sem telft verður fram til alþingiskosninga verði trúir þeirri stefnu sem flokkurinn hefur markað.  Þegar ég les þetta kemur í hug mér fólk eins og Svandís Svavarsdóttir, Guðfríður Lilja og Steingrímur J. Sigfússon.  Þeir sem eru óskynsamir, óheiðarlegir, sjálfhverfir og illa menntaðir verða þá ekki í framvarðarsveitinni í alþingiskosningum. 

Velkomið vertu nýja Ísland. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skörp athugasemd Smjerjarmur, þó svo að Guðjón sé mætur maður og vandur að virðingu sinni, þá tel ég að hann falli í ákveðna fordómagildru í þessu tilfelli, ég leiði líkum að því að það sé bæði í senn flokkshollusta sem ræður för og sú staðreynd að hann sem og aðrir grandalausir misskilja færsluna hjá blessuðum bæjarstjórnafulltrúanum.  Þarna er hinn kjörni fulltrúi VG í Mosfellsbænum enn og aftur að fjalla um sjálfan sig, ekki Sigmund, í raun þá ofsóknarkennd að hann sé  sjálfur fórnarlamb samsæris Samfylkingarinnar, eins og hann hafi það vægi í stjórnmálum að það þurfi heilt samsæri til að vinna gegn manninum pólitískt !  hann er fullfær um að vinna gegn sér sjálfur blessaður bæjarstjórnafulltrúinn, með dyggri aðstoð lítils hóps sem drekkur í sig endalausar smjörklípurnar og  jarmið frá honum .

Ég er sammála að VG eiga margar ágæta einstaklinga í framvarðasveit og við þann lista sem þú bendir á vil ég bæta Katrínu Jakobsdóttur sem ég hef miklar mætur á og er til fyrirmyndar.  Katrín, Svandís og Guðríður eru sannkallaðar fjallkonur, heiðarlegar, sterk gáfaðar, hreinar og beinar.  Þessar konur sækja atkvæði þverpólitískt, ef VG passar sig á því að halda í skefjun illvilja drambsömum egóistum sem eru að reyna að trana sér fram í eiginhagsmunapoti, þá er líklegt að ég kjósi þessar mætu konur.

Dalbúi (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 14:41

2 Smámynd: Smjerjarmur

Dalbúi,

Ég er sammála um Katrínu.  Ég mun þó ekki kjósa þá vegna þess að ég á ekki samleið með þeim nema í fáeinum málum.  Reyndar er ég sammála Steingrími í Evrópumálum, en í Evrópubandalagið vil ég alls ekki fara ef hjá því verður komist. Samfylkingin er of ósamstíga fyrir mig og þetta Evrópukjaftæði er eins og einhvers konar þráhyggja hjá þeim. 

Ég rakst á aðra áhugaverða athugasemd (á sömu síðu) sem ég mun e.t.v. skrifa um síðar.  Sú athugasemd fjallar um það þátt Varmársamtakanna í því að hægja á þeirri of-fjárfestingu sem komin var á fulla ferð í Mosó.  Ég veit ekki um sannleiksgildið, en vissulega gott fyrir samtökin er rétt reynist.  Nóg stendur víst af hálfkláruðum húsum á Íslandi.  Spurningin er: hversu mikið spara Varmársamtökin samfélaginu þegar upp er staðið.  Ég vona að þú standir vaktina með þeim Dalbúi, ég get ekki verið að skipta mér mikið af utanbæjarmálum.   

Smjerjarmur, 23.2.2009 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smjerjarmur

Höfundur

Smjerjarmur
Smjerjarmur
Smjerjarmur í Halelújalandi er frændi gömlu íslensku jólasveinanna.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband