Færsluflokkur: Bloggar

Þjóð í herkví

Ég velti því fyrir mér hvort Jón Daníelsson liti málið sömu augum ef hann væri staddur hér á landi.  Umfjöllun um vandamál þjóðarinnar á vegum fjölmiðla er ótrúlega léleg og lituð af því hverjir ráða hér mestu í fjölmiðlaheiminum.  Sömu menn bera mikla ábyrgð á hruni Íslands.  Ástandið er í raun ekkert betra en í Rússlandi, þar sem Pútín ræður umræðunni einn.  Í rauninni endurspeglar umræðan í þjóðfélaginu þá staðreynd fjölmiðlar eru í eigu fólks sem ekki er sérlega vel menntað eða mikið í mun að halda umræðunni á einhverju uppbyggilegu plani.  Auðvitað er Davíð ekki hafinn yfir gagnrýni, en meðan fjölmiðlar eru eins og þeir eru og lítið kemur frá ríkisstjórninni er af hinu góða að fá innlegg frá Davíð.  

Á þingi tala menn eins og Helgi Hjörvar um að fá vel menntaða Seðlabankastjóra.  Það er í sjálfu sér gott og gilt.  Þó er vert að hafa í huga að menntun manna sem eru búnir að vera lengi úti í atvinnulífinu er aðeins brot af því sem þeir hafa að bjóða.  Við eigum reyndar framúrskarandi hagfræðinga eins og Jón Dan og Gylfa Zoega og fleiri, en þeir hafa hins vegar ekki þá praktísku reynslu sem Davíð hefur af efnahagsmálum.  Ég reikna með því að frambærilegir hagfræðingar séu Davíð Oddssyni til ráðgjafar í Seðlabankanum. 

Á Íslandi hefur löngum verið talað um hvernig gyðingar ráði allri fjölmiðlaumræðu í Bandaríkjunum.  Í skjóli þess hefur tekist að draga upp mynd af deilum fyrir botni Miðjarðarhafsins sem er mjög frábrugðin því sem hér gerist og örugglega mjög lituð af annarri hlið mála.  Því miður er ástandið á hérlendum fjölmiðlum orðið skelfilegt, jafnvel verra en í Bandaríkjunum.  Vitræn fjölmiðlaumræða er nauðsynleg núna, en núverandi eignahald kemur í veg fyrir að fjölmiðlar geti þjónað sínu hlutverki. 

 

 


mbl.is Varnarræður fyrir neðan virðingu Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aulalegir fjölmiðlar

Þessi umræða fjölmiðlanna um Davíð Oddsson er svo aulaleg að maður hefur ekki við að trúa.  Ekki nóg með að engar upplýsingar fáist frá stjórnvöldum, heldur er fjölmiðlunum algerlega fyrirmunað að halda uppi umræðu um hluti sem raunverulega skipta máli.  Ég nenni ekki að lesa þetta kjaftæði.  Er mogginn e.t.v. orðinn Baugsmiðill líka?
mbl.is Davíð sagður hafa gert aðför að forsetahjónunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er fólkið sem við viljum ofurselja okkur!

Bretar valta yfir alla.  Frakkar og Þjóðverjar eru að verða brjálaðir á því hvernig þeir valta yfir allt í Brussel þar sem þeir eru núna "running the show".  Samfylkingin þráir það heitast að setja sig undir vald þessa fólks.  Nei takk segi ég.  Reynum að ríghalda í sjálfstæði þjóðarinnar.  Þetta fólk vill komast í auðlindir íslendinga. 
mbl.is Enginn góður kostur í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörð baráttan um þingsætin

Já þeir eru ekki alltof vissir um endurkjör sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins.  Það er greinilegt að ýmsir eru tilbúnir til þess að skruma til þess að koma ár sinni fyrir borð.  Jarmur er óhress með sumar kvensniftirnar í flokknum og þær aðferðir sem er beitt til þess að "bæta" stöðu sína.  Mér leiðast stjórnmálamenn sem detta í einhvern popularisma og halda að kjósendur séu asnar. 

 

 


mbl.is Bankastjórar og bankaráð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kerlingin Karl

Það er hálf nöturlegt að horfa fram á veturinn án þess að njóta hinnar fræðilegu og innblásnu umræðu hefur átt hefur sér stað á Vísisblogginu undanfarin tvö ár.  Það hefur heyrst að hörundssárir geti nú hringt í Vísi og þaggað niður í bloggurum sem segja sannleikann undir nafnleynd.  Ef lítið er um viðbrögð er hægt að væla þangað til ritstjórnin verður þreytt og gefst upp, einfaldlega af því að hún hefur annað að gera en að hlusta á jarm.  Svona geta þeir einir látið sem ekki hafa raunveruleg verkefni.  Smjerjarmur heldur úti sanngjarnri umræðu um alla þá sem hrósa honum og eru honum sammála.  Þeir sem veitast að Smjerjarmi eða eru ósammála hans málflutningi eiga það á hættu að verða fyrir smjerklípum hér á síðunni.  Viturlegt innlegg er hins vegar vel þegið og ekki síst ummæli frá þeim sem vilja klappa Smjerjarmi lof í lófa fyrir það hvað hann er málefnalegur og yndislegur og vinnur samfélaginu mikið gagn.  Smjerjarmur krefst þess að allir sem hann gagnrýna geri það undir skírnarnafni. 

Hvað á þessi fyrirsögn eiginlega að þýða?  Mér finnst hún svolítið mótsagnarkennd.  Það má segja að hún hæfi tíðarandanum.       

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Smjerjarmur

Höfundur

Smjerjarmur
Smjerjarmur
Smjerjarmur í Halelújalandi er frændi gömlu íslensku jólasveinanna.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband