Önnur sjónarmið

Að undanförnu hefur töluvert verið rætt um offjárfestingu í byggingageiranum.  Mörgum þykir furðu sæta að sveitafélög hafi anað áfram í ábyrgðarleysi og leyft byggingarfélögum að reisa heilu hverfin sem stjórnmálamenn mættu vita að ekki væri markaður fyrir.  Meðal þeirra sem sæta gagnrýni eru þeir sjálfstæðismenn í Mosó sem setið hafa í stjórn síðustu árin.  Á bloggsíðu Karls Tómassonar sá ég svo það sjónarmið að ekki væri nægjanlega mikið  byggt og ásakar sá sem skrifar Varmársamtökin fyrir að hafa komið í veg fyrir ennþá meira væri byggt.  Grípum hér niður í skrif Ragnars Inga Magnússonar: 

"Mér skilst að blómleg byggð væri risin í Helgafellslandi ef Varmársamtökin hefðu ekki með linnulausum kærum tafið allar framkvæmdir. Þar sem byggingageirinn er hruninn munu rándýrar gatnagerðarframkvæmdir bæjarfélagsins safna vöxtum um ókomin ár á sama tíma verður Mosfellsbær af óhemju skatt-tekjum vegna þess að fólkið sem hugðist flytja í Helgafellshverfi munu ekki hafa bolmagn til þess vegna hruns bankanna.  Jón Baldvin og fjölsk. hans hafa með Varmársamtökunum sínum vafalítið unnið bæjarfélaginu mikið tjón. Baráttumálin hafa líka verið í meira lagi furðuleg. Ofurvenjuleg gatnagerð í þéttbýli, lagningu göngustíga,uppbygging íþróttaaðstöðu við Lágafellsskóla. Byggingu gervigrasvallar við íþróttahúsið að Varmá. Kirkjubyggingu í miðbænum. Glæsilegu miðbæjartorgi þar sem áratugum saman hafði verið malarbingur. Sigmundur Davíð er bara að fá forsmekkinn af blekkingar og svívirðingaleik sem lygavél Samfylkingarinnar fjöldaframleiðir. Aumingja karlinn hélt að í Samfylkingunni væri gott fólk og heiðvirt en Mosfellingar hafa komist að öðru og það hefur reynst þeim dýrkeypt."

Ég er ekki viss hvert Ragnar er að fara, en held helst að hann telji að miklum mun meira hefði verið fjárfest í steinsteypu ef Varmársamtökin hefðu ekki eyðilagt stemminguna.  Hvort þetta sjónarmið er "main-stream" í einhverjum stjórnmálaflokkum veit ég ekki, en hitt er víst að mér þykir þetta ekki hafa góðan samhljóm við þær háværu raddir sem nú heyrast um allt land, raddir sem lýsa reiði yfir því hversu geist stjórnvöld lands og sveita hafa farið á flestum sviðum.  

Höfundur er búsettur í Reykjavík. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert sjónarhorn sem fram kemur hjá Ragnari Inga:

"Mér skilst að blómleg byggð væri risin í Helgafellslandi ef Varmársamtökin hefðu ekki með linnulausum kærum tafið allar framkvæmdir."

Ef ég skil hann rétt þá telur hann að búið væri að selja allar lóðirnar og byggja hverfið ef Varmársamtökin hefu ekki kært ólöglega framkvæmd við tengibraut að Helgafellshverfi, hmmm athyglisverð niðurstaða  !

Hann segir einnig:

"Þar sem byggingageirinn er hruninn munu rándýrar gatnagerðarframkvæmdir bæjarfélagsins safna vöxtum um ókomin ár"

Einnig mjög sérstök niðurstaða þar sem gatnagerðin var á vegum verktakans ekki bæjarins og ef að farið hefði verið að lögum og lagningu tengibrautarinnar frestað, þá hefði ekki þurft að leggja brautina  og miklir fjármunir sparast og náttúran hefði fengið frið !

Nú og meira:

"á sama tíma verður Mosfellsbær af óhemju skatt-tekjum vegna þess að fólkið sem hugðist flytja í Helgafellshverfi munu ekki hafa bolmagn til þess vegna hruns bankanna"

ööhhh, já sjáðu til Ragnar Ingi, það var enginn að flytja í hverfið, það hafði enginn bolmagn til að fjárfesta í slíkum lóðum, hvað þá að byggja á þeim, meira að segja eina blokkin sem er risin stendur auð og óseld.  Þessi glannaskapur sem þarna var á ferðinni er einmitt dæmi um það hvers vegna bankarnir fóru á hausinn því vegna offjárfestinga í fasteignum og undirmálslán á bandaríkjamarkaði komu kreppunni af stað, þú sem VG maður ættir að sjá þetta skýrt og láta af söng hinnar svörtu samvisku VG í Mosó, athugaði  VG í Mosó, ekki landsvísu.

Ég er þess fullviss Ragnar Ingi að ef þú myndir hætta að hlusta á harmakveinið í Karli Tómassyni og kynna þér málið, þá værir þú líklega í Varmársamtökunum og reiðin þín fengi réttlátari farveg.  Því miður tókst samtökunum ekki að fá bæjarstjórnendur til að hlusta og fara eftir leikreglum og því fór sem fór.

Dalbúi (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 18:42

2 identicon

Skrif Ragnars Inga Magnússonar eru ýmist inni eða úti á síðu Karls Tómassonar, þessar tilvitnanir frá Ragnari Inga hér hjá þér smjerjarmur eru farnar út og þá þær sömu tilvitnanir sem ég er að fabúlera út frá !  En þær eru ágætis dæmi samt sem áður til að skoða þá ýmsu vinkla sem koma fram í málflutningi.

Dalbúi (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:10

3 Smámynd: Smjerjarmur

Satt segir þú Dalbúi.  Ég veit ekkert um þennan mann, en þessi sýn á byggðaþróun í Mosó kemur manni í opna skjöldu.  Það er hugsanlegt að einhverjir stjórnmálamenn verði látnir svara til ábyrgðar í komandi kosningum fyrir að hafa mistekist að stuðla að nægri fjárfestingu, (eða öllu heldur lánsfjár-festingu).

Smjerjarmur, 24.2.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smjerjarmur

Höfundur

Smjerjarmur
Smjerjarmur
Smjerjarmur í Halelújalandi er frændi gömlu íslensku jólasveinanna.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband