Evróputálsýnin

Sem betur fer hefur heldur dregið niður í þessari leiðinlegu Evrópusambandsumræðu.  Þegar til lengri tíma er litið skiptir það mestu máli fyrir afkomu þjóða að vera með sjálfbærar auðlindir sem nútíminn og komandi kynslóðir geta reitt sig á.  Ísland hefur svo margt sem ekki verður af því tekið þó svo að bankar, fjármálakerfið og jafnvel heill menningarheimur hrynji eins og hugsanlega hefur gerst á vesturlöndum núna. Það er a.m.k. vonandi ekki þannig að búið sé að veðsetja auðlindir okkar að því marki að við eigum engra kosta völ. 

Evrópa á sínar auðlindir.  Sumar þeirra eru ofnýttar og jafnvel orðnar að engu.  Lítið er orðið af sumum fiskistofnum í kring um Bretland og hin Evrópulöndin.  Auðlindir eru nýttar í botn og lítið svigrúm til fólksfjölgunar.  Norðursjávarolían er að klárast (nema hugsanlega hjá okkur), löndin sem stóru Evrópuríkin hafa arðrænt eru orðin sjálfstæðari og gott væri nú að komast í auðlindir á norðurslóðum.  Ég get ekki séð að leið Evrópu liggi upp á við, a.m.k. ekki hvað snertir afkomu og félagslegt öryggi borgaranna.  Þjóðfélagsstrúktur þessara þjóða felur í sér mikla stéttaskiptingu og kynþáttahatur er mjög djúpstætt meðal þeirra Evrópuþjóða sem mestu ráða í Brussel.  Við eigum ekki samleið með þessum þjóðum (Bretum, Frökkum og Þjóðverjum) og munum ekki geta skipt við þá á jafnréttisgrundvelli.  Til þess er fyrirlitning þeirra á Íslendingum of mikil. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hverja telur hinn mjúkmálgi Smjerjarmur vera helstu aðdáendur Íslendinga?

Annað sem ég hef verið að velta fyrir mér finnst þér ekki að það ætti að breyta orðinu 'mörlandinn' í 'smjörlandinn '?

Arnljót (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smjerjarmur

Höfundur

Smjerjarmur
Smjerjarmur
Smjerjarmur í Halelújalandi er frændi gömlu íslensku jólasveinanna.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband