5.12.2008 | 00:00
Framtíðar ráðherra
Það hefur komið í ljós að ein skærasta von Vinstri Grænna í komandi kosningum hefur orðið fyrir einelti frá einhverjum bloggdólgum, en það eru þeir víst kallaðir sem stunda blogg undir dulnefnum. Þessi maður, sem ég tel að sé einn af málefnalegustu talsmönnum VG, hefur valist til opinberrar þjónustu og sumir spá því að hann verði einn af ráðherrum næstu ríkisstjórnar. Ég tel að það sé það sem fólkið vill. Sumir hafa nefnt menntamálaráðuneytið. Aðrir segja að rithöfundur, honum handgenginn, verði jafnvel aðstoðarmaður ráðherra. Ég er nú ekkert endilega að kaupa þetta, enda með öllu óvíst að VG séu farnir að velja í stólana. Rithöfundur þessi kallar sig í gríni Saurdísi Kverlantz, en hún skrifar um hænsnaskít (lífrænan áburð) og "ástarlíf" hænsna. Kannski að þau fari bara í umhverfisráðuneytið og beiti sér fyrir aukinni sjálfbærni. Ef það er rétt að fólk sé að níðast svona á blessuðum manninum og fjölskyldu hans vil ég nota tækifærið og fordæma slíkt háttarlag. Persónulegt skítkast í skjóli nafnleyndar er auðvitað óþolandi með öllu. Það er hins vegar ljóst að það mæðir jafnan mest á breiðu bökunum og þeir sem taka að sér að leiða fjöldann lenda í misjafnri umfjöllun. Davíð Oddsson hefur lent í svipaðri orrahríð, en hann er annað dæmi um mann sem stendur í eldlínu stjórnmálanna.
Aðgát skal höfð...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Facebook
Um bloggið
Smjerjarmur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hvet þig, Ólafur Ragnarsson, til að bjóða þína krafta fram í næstu bæjarstjórnarkosningum. Þá getur þú átt þess kost að koma þínum málum á framfæri og gert það að verkum að hugðarefni þín nái fram að ganga. Þú hefur aldrei kveðið þér hljóðs opinberlega innan þeirra samtaka sem þú ert meðlimur í og er því erfitt að átta sig á því hverjar langanir þínar og þrár eru.
Það er svo auðvelt að vera í dómarasætinu og deila á allt og alla í kringum sig. Það er hins vegar heillavænlegra að láta reyna á skoðanir sínar og standa þannig og falla trúr undir sínu nafni.
Það er eitt að hafa skoðanir á málefnum en annað að hafa kjark til þess að fylgja þeim eftir, en það getur þú gert sterklegast með því að ganga fram í eigin persónu og bjóða þig fram í lýðræðislegum kosningum.
Líney Ólafsdóttir
Líney Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 03:48
Sæl vertu Líney.
Mér sýnist að þú sért með rangt númer!
Smjerjarmur, 7.12.2008 kl. 19:51
Sæll Jarmur minn.
Það er meira hvað þú mælir alltaf af spaklegu viti! Mann brestur bara orð að lýsa aðdáun sinni!
Annars er það að frétta að við hjónin erum komin með fladdara. Ákváðum bara í dag af því að við græddum 3 millur á sýndargengishag krónunnar að taka síðustu spasmana í neysluæðinu.
Þetta er sem sagt 32" fladdari frá Philips og þér verður boðið að horfa á nokkra þætti með Hyasinth næst þegar þú kemur í heimsókn.
Fjóla Sig (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 00:43
Þú ert nú alveg dásamleg. Það jafnast ekkert á við "Candle-light Dinner" hjá þér, ég tala nú ekki um þegar þið eruð komin með fladdara.
Frétti að móðir þín væri mjög veik þessa dagana. Þetta má vera erfitt fyrir fjölskylduna. Hefur komið til tals að hún verði lögð inn?
Smjerjarmur, 8.12.2008 kl. 13:21
Fjóla, kjánaknús yfir til þín.
Hallelúja!
Smjerjarmur, 8.12.2008 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.