Til gamans með kveðju (innsent efni)

Enginn þarf að óttast gröfur

eða skara manns með kröfur

enginn heldur óttast fréttir

er engir finnast grænir blettir. 

Forsetinn á helgu felli

forðast umræðugrundvelli.

Umræða’ á að vera í böndum

sem í betri’ alræðislöndum. 

Engin mál sem máli skipta

múgurinn skal hulu’ af svipta

heldur bugta sig og beygja

með brostið hjarta síðan þegja. 

Hann er telur heilsíðufréttir

,hallilúja, og sig grettir:

„Hárið hefði’ ég átt að snyrta

úr því þeir voru mig að birta. 

Syng með mér í sigurhljómi

samflokksmenn nú einum rómi,

í hallilújalandi er hátíð

hreinsuð er nú af mér þátíð. 

Ég er saklaus, ég er særður

svo er ég orðinn svo stutthærður.

Ég vil fá að veri í friði

nema fyrir hallilújaliði.“


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smjerjarmur

Höfundur

Smjerjarmur
Smjerjarmur
Smjerjarmur í Halelújalandi er frændi gömlu íslensku jólasveinanna.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband