Menningin

Jarmarinn skellti sér í menninguna á sunnudagskvöld og fylgdist með Diddú, Bjarna, Ágústi, Sigríði og Antoniu Havesi í Gamlabíói.   Óhætt er að fullyrða að hér var á ferð hin besta skemmtun.  Diddú, sem er gamall lærimeistari Smjerjarms fór algerlega á kostum, var frábærlega fyndin og flaug auk þess upp á háu nóturnar.  Meðal annars söng hún aríu næturdrottningarinnar (Die hölle Rache kocht in meinem Herzen) og virtist fara áreynslulítið alla leið upp á F.  Það er augljóst að tæknin er er mjög góð hjá henni, enda er ekki að heyra þreytu í röddinni þrátt fyrir að hún syngji mjög mikið, eflaust meira en ýmsir telja boðlegt fyrir röddina.  Margar lyrískar sópranir sem syngja mikið missa léttleika æskunnar úr röddinni og verða "gamlar" fyrir aldur fram.  Ekki Diddú.  Reynar voru allir söngvararnir frábærlega góðir.  Sigríður er bæði skemmtileg, þokkafull og með glæsilega rödd.  Karlsöngvarnir Bjarni og Ágúst eru í heimsklassa meðal karlsöngvara.  Bjarni sem er "basso buffo" er frábær leikari með rödd sem er einstök.  Ágúst, baritón af breiðfirskum uppruna, er líka maður sem hefur gífurlega möguleika sem framtíðar söngvari og kom á óvart með skemmtilegum leikrænum tilburðum.  Anotonia er happafengur fyrir okkur íslendinga, frábær undirleikari og hennar framlag til íslensks tónlistarlífs er stórt.   Það er engin menningarkreppa með við eigum svona hæfileikafólk til þess að tefla fram.  Alþjóðavæðingin hefur sína stóru kosti. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smjerjarmur

Höfundur

Smjerjarmur
Smjerjarmur
Smjerjarmur í Halelújalandi er frændi gömlu íslensku jólasveinanna.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband