1.3.2009 | 00:18
ISG í slaginn
Það er gleðilegt að sjá Ingibjörgu Sólrúnu tilkynna um sitt framboð til alþingis. Ég hef ekki verið fyllilega sáttur við hana í tenglum við stjórnarskiptin og framkomu hennar gagnvart Davíð Oddssyni, en mér þætti mikill sjónarsviptir að henni úr stjórnmálunum. Hún er einn af okkar skeleggustu forystumönnun og við þurfum á henni að halda á þeim eymdartímum sem nú eru í íslenskum stjórnmálum. Það er kallað eftir endurnýjun alstaðar og þessi klisja er orðinn að einn einni þráhyggju þjóðarinnar. Ég vil ekki kjósa neinn flokk sem hefur hent út öllum sínum reynsluboltum. Við sem þjóð verðum að horfast í augu við það að sú leið sem flestir töldu ligga að aukinni velsæld og bættri afkomu fyrir þjóðina leiddi okkur í gjaldþrot. Vissulega bera stjórnvöld ábygrð og þ.m.t. Samfylking. Þeir sem hafa verið við stjórnvölin hljóta af hafa lært mikið af þessari bitru reynslu og það þurfum við að nota okkur. Þær Jóhanna og Ingibjörg eru að mínu mati mjög virðingarverðir stjórnmálamenn, ég vona að þær leiði listana í komandi kosningum. Sjálfur hef ég aldrei kosið Samfylkinguna, né heldur hugleitt það alvarlega. Mér þótti flokkurinn mjög ótrúverðugur þegar Ólafur, Árni Páll, Helgi Hjörvar og fleiri voru farnir að taka málin í sínar hendur í síðasta mánuði. Engu að síður vona ég að besta fólkið þeirra verði í fremstu röð framboðslistans, ég vil ekki algera endurnýjun í komandi kosningum.
Um bloggið
Smjerjarmur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.