Þjóð í herkví

Ég velti því fyrir mér hvort Jón Daníelsson liti málið sömu augum ef hann væri staddur hér á landi.  Umfjöllun um vandamál þjóðarinnar á vegum fjölmiðla er ótrúlega léleg og lituð af því hverjir ráða hér mestu í fjölmiðlaheiminum.  Sömu menn bera mikla ábyrgð á hruni Íslands.  Ástandið er í raun ekkert betra en í Rússlandi, þar sem Pútín ræður umræðunni einn.  Í rauninni endurspeglar umræðan í þjóðfélaginu þá staðreynd fjölmiðlar eru í eigu fólks sem ekki er sérlega vel menntað eða mikið í mun að halda umræðunni á einhverju uppbyggilegu plani.  Auðvitað er Davíð ekki hafinn yfir gagnrýni, en meðan fjölmiðlar eru eins og þeir eru og lítið kemur frá ríkisstjórninni er af hinu góða að fá innlegg frá Davíð.  

Á þingi tala menn eins og Helgi Hjörvar um að fá vel menntaða Seðlabankastjóra.  Það er í sjálfu sér gott og gilt.  Þó er vert að hafa í huga að menntun manna sem eru búnir að vera lengi úti í atvinnulífinu er aðeins brot af því sem þeir hafa að bjóða.  Við eigum reyndar framúrskarandi hagfræðinga eins og Jón Dan og Gylfa Zoega og fleiri, en þeir hafa hins vegar ekki þá praktísku reynslu sem Davíð hefur af efnahagsmálum.  Ég reikna með því að frambærilegir hagfræðingar séu Davíð Oddssyni til ráðgjafar í Seðlabankanum. 

Á Íslandi hefur löngum verið talað um hvernig gyðingar ráði allri fjölmiðlaumræðu í Bandaríkjunum.  Í skjóli þess hefur tekist að draga upp mynd af deilum fyrir botni Miðjarðarhafsins sem er mjög frábrugðin því sem hér gerist og örugglega mjög lituð af annarri hlið mála.  Því miður er ástandið á hérlendum fjölmiðlum orðið skelfilegt, jafnvel verra en í Bandaríkjunum.  Vitræn fjölmiðlaumræða er nauðsynleg núna, en núverandi eignahald kemur í veg fyrir að fjölmiðlar geti þjónað sínu hlutverki. 

 

 


mbl.is Varnarræður fyrir neðan virðingu Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smjerjarmur

Höfundur

Smjerjarmur
Smjerjarmur
Smjerjarmur í Halelújalandi er frændi gömlu íslensku jólasveinanna.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband