Nú er látið illa

Ég er löngu hættur að nenna að blogga.  Einstöku sinnum dettur mér eitthvað í hug til þess að fjalla um, en það er sjaldan.  Stundum dettur það í mig að vega að fólki sem lætur illa, en sjaldan nenni ég því.  Mig langar ekki að vera barnapía, finnst nóg að hugsa um mín börn og nýja barnabarnið, hana Lilju sem er sögð öll í mína ætt. 

Þó ég nennti að blogga les þetta enginn.  Ég skrifa undir dulnefni (já, Smjerjarmur er ekki mitt raunverulega nafn), er aldrei birtur á forsíðu og meira að segja konan og aðrir nákomnir eru hættir að líta á bloggið hjá mér.  Ég reikna með því að það þyki fremur leiðinlegt og ég get ekki verið ósammála því.  Það er enginn innblástur.  Þó er lítill hópur fólks að sýna þessu áhuga og er að reyna að eggja mig til þess að svara bulli.  Svo bregður við að flettingum fjölgar (vegna þess að aðrir auglýsa mig) og ég fer að skammast mín fyrir að leggja ekki vinnu í bloggið.  Ég er allt í einu undir pressu. 

Sagt er að ég hafi verið með annað blogg sem var lokað vegna meiðyrða.  Þetta sé blogg "Valda Sturlaugs", eða "Varmársamtaka-Valda" eins og maður í Mosó kaus að nefna hann.  Af mér er það að segja að ég hef aldrei gerst sekur um meiðyrði.  Reyndar frétti ég að umræddri síðu hafi verið lokað útaf "jarminu í manni sem ekki virðist hafa neitt annað að gera en að væla í okkur" eins og heimildamaðurinn hjá Vísi orðaði það.   Þetta er nú fremur svona sorry!

Eitt af því sem borðið hefur verið upp á "Valda" er að hann sé að gera grín að banvænum sjúkdómum fólks.  Þetta eru ótrúlega þungar ásakanir og geta ekki talist mjög trúverðugar.  Á einum stað á blogginu hef ég séð gert grín að banvænum sjúkdómi fólks (alkohólisma) og var það síða geðveikrar konu sem kann ekki fótum sínum forráð í lífinu.  Ég vona að dæmin um svona framkomu séu fá og finnast örugglega ekki meðal þeirra sem eru að nota frítímann sinn til að þjóna hagsmunum samfélagsins.  Ég hef reyndar alltaf litið upp til fólks sem hefur ríka félagslega vitund og hef oft hugleitt að taka mig á að þessu leytinu til.  Því miður er Smjerjarmur mest að eltast við það sem hann fær borgað fyrir. 

Stjórnmál snúast um traust.  Sumir stjórnmálamenn lenda í harðri og stundum of óvæginni gagnrýni.  Ég er ekki nógu kunnugur aðdraganda þeirrar deilu sem ég blandaðist inn í til þess að meta hvort of geist var farið í gagnrýninni í upphafi.  Það má velta því fyrir sér hvort eitthvað af þeirri hörðu gagnrýni sem umræddur stjórnmálamaður fékk hafi réttlætt heift hans og stóru orðin sem féllu í garð umbjóðenda hans.  Eftir standa öll ósannindin, sjálfsvorkunin og blekkingarnar sem hafa misboðið minni réttlætiskennd.  Ég segi eins og Valdi Sturlaugz: "Love the sinner, hate the sin." 

Með bestu óskum um að farsælli stígur verði fetaður í framtíðinni. 

Smjerjarmur í Hallelújalandi!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú eru komnar fram kenningar um tengsl þín við Jón Baldvin.   Svona áður en ausið verður úr smjersámnum yfir Jón og hans fjölskyldu er vert að spyrja:  Hvar í þínum skrifum koma þessi tengsl fram?  Allar ábendingar vel þegnar!

Baldni (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 09:04

2 identicon

Smjerjarmur, þú átt greinilega eftir að læra helstu reglur í stjórnmálum. Lítill væskill sem réði fyrir Þýskalandi á fyrrihluta 20. aldar koma með þessa reglu sem margir hafa heimfært upp á sínar heimaslóðir síðan: "Wer Jude ist, bestemme ich." Við búum nú við betra þjóðskipulag en þá var en enn eru einhverjir sem eru hrifnir af þessari aðferð. Þannig finnst þeim þægilegt að smala andmælendum sínum í einn hóp. T.d. "Hverjir eru í Samfylkingunni, er mín ákvörðun".

Anna (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 09:45

3 identicon

Smá anall.  Ég held að þessi tilvitnun sé eignuð Göring en ekki Hitler.  Sem sagt höfð eftir feitum kalli sem var númer tvö í þýskalandi á fyrri hluta aldarinnar.

marco (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:39

4 Smámynd: Smjerjarmur

Það er kannski rétt að nefna, úr því að IP-tölufjöldinn er orðinn svona mikill, að Kolfinna, Jón Baldvin og Bryndís bera enga ábyrgð á "því skelfilega einelti" sem á sér stað á þessari síðu.  Ég sé að þau eru standa nú í smjerklípudrífunni sem gengur yfir í nafni réttlætis og baráttunnar gegn misbeitingu bloggsins.  Þar sem ég þekki þau ekki vil ég ekki vera að blanda þeim í þetta, en mér þykir dirfskan í Hallelújalandi nokkuð sérstök.   

Smjerjarmur, 18.2.2009 kl. 15:28

5 identicon

Ert þú ekki úr Mosfellsbænum Smjerjarmur ?  ég hef heyrt að þar séu allmargir frábærir kórar og sífellt að bætast í hópinn.  Heyrst hafa söngæfingar í nýjum kór undir stjórn trymbils, sem gengur undir nafninu Grátkórinn !  Það frábæra vð þennan kór er að það er allt í lagi að vera falskur, bara að syngja með.

Valdemaría (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 17:50

6 identicon

Nú heyrist að stúlka sem flúði einelti hafi orðið fyrir aðkasti fyrir að skyggja á ímynd Mosfellsbæjar.  Geðveik kona í bænum mun hafa hneikslast stórlega á þessum skoti á meðvirkni og sumir segja að hún hafi tapað kúlinu gagnvart blessuðu barninu!  Getur þetta verið satt?

Balddís (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:41

7 Smámynd: Smjerjarmur

Dísa, áttu við skort á meðvirkni?

Smjerjarmur, 18.2.2009 kl. 22:43

8 Smámynd: HP Foss

Djöfulsins aumingaskapur er þetta. Á nú að fara að gera grín að stelpugreyinu sem flúði Mosó vegna eineltis??? Hvað ætlið þið að leggjast lágt?  Takið ykkur taki. Aumingjaskap ykkar virðast engin takmörk sett!

Hún hafði þó kjark til að koma fram undir nafni. Það er annað en þið, bölvaðir aumingjarnir ykkar!

HP Foss, 19.2.2009 kl. 11:09

9 Smámynd: Smjerjarmur

Helgi, stúlkan sem varð fyrir einelti í Mosó á alla mína samúð.  Ég vona að fullorðnir hafi ekki veist að henni eins og haldið er fram. 

Því miður er þetta einelti ekki eins dæmi í Mosó og eins og sjá má á öllum sleggjudómunum og rógnum sem fram fer á heimasíðu eins "höfðingjans" í bænum.  Þar er sungið lof hænsnaskítsperrans og reynt að spilla mannorði fólks sem vinnur sjálfboðastarf í bænum.  Hefur þú smekk fyrir svona Helgi?  Nú beinist atið að heilli fjölskyldu sem hefur sýnt áhuga á umhverfismálum.  Þú mátt vita að það eru fleiri en ég sé sjá hvað er í gangi.  Ég vona að þú áttir þig á því að hér eru á ferð örvæntingarfullar tilraunir til þess að forðast raunverulega umræðu.  Sumir bara ráða ekki við að vera málefnalegir og þá vill umræðan fara út um víðan völl.  ég sé að þau hjá Varmársamtökunum eru með púlsinn á umhverfismálunum meðan aðrir takmarka sig við að hræra í hænsnaskít og bulla út í bláinn.   

Eigðu góðan dag.   

Smjerjarmur, 19.2.2009 kl. 11:23

10 Smámynd: HP Foss

Ég hef líka augu og nokkuð af skynsemi,  þið getið ekki farið fram á málefanalega umræðu annarsstaðar og farið fram með þessum hætti sem þið gerið , með hálfkveðnar vísur, uppnefni og að draga þetta blessaða barn inní umræðuna, barn sem er flúið úr bæjarfélagi ykkar vegna eineltis, er fyrir allar hellur og reyndar áframhald á eineltinu í garð þess. Blessaða barnið á þetta ekki skilið.  Einelti er ógeðslegt og þú gerir ekkert annað en ala á viðbjóðnum með því að skrifa undir þessu eineltisnafni þínu.

Hættu, hafðu vit á því, þetta eru eins og skrif óharðnaðs unglings, nafnlaust og fullt af óhróðri. Taktu frekar upp fyrri hátt og skrifaðu undir fullu nafni,  mér er sama hvort heimilisfangið fylgir.

Helgi

HP Foss, 19.2.2009 kl. 13:29

11 Smámynd: Smjerjarmur

Helgi, ég er ekki í Mosó.  Ég er ekki að veitast að barni, einungis að benda á samfélagslegt mein og nota þetta nýlega dæmi úr fjölmiðlum til þess að setja hlutina í samhengi.  Ég er þeirrar skoðunar að meinin þrífist best þar sem þöggunin fær að grassera og vil ekki taka þátt í þessari sorglegu meðvirkni sem einkennir áfengissýkina og aðra "dysfunsjón" af svipuðu tagi.  Ef þú vilt taka þátt í þögguninn þá er það þitt val.  Ég bendi þér á meðvirkninámskeið SÁÁ, ég veit af eigin raun að þau geta verið mjög gagnleg.  (Tek fram að ég er ekki að gefa í skyn að þú eigir við áfengisvandamál að stríða, hef ekki ástæðu til að trúa því).   Við skulum bara hafa málefnin uppi á borðinu en ekki vera að velta öðru fólki upp úr skít.  Stundum er smá háð eina leiðin til þess að fólk sjái ljósið, stundum er fólk alveg (sið)blint hvað svo sem aðrir gera.  .  

Enn og aftur mæli ég með opinni umræðu um málefnin. Sleppum allri þöggun, það gýs upp vond lykt þar sem öllu er mokað undir teppið. 

Smjerjarmur, 19.2.2009 kl. 13:44

12 Smámynd: HP Foss

Farðu þá í þessa málefnalegu umræðu,,, og slepptu þá hinni!

Ykkur er tíðrætt um áfengissýki og þöggun, er þetta rætt á samráðsfundum? 2svar hef ég lesið það undanfarið á blogginu að áfengissýki sé aðeins skortur á sjálfsstjórn??? Mér verður óglatt að lesa svona þvælu. Veit ekki betur en þetta sé viðurkenndur sjúkdómur,  sé ég með sjúkdóm, þá tel ég það ekki galla á minni persónu, hvort heldur ég greinist með þunglyndi, áfengissýki eða krabbamein.  Það er einfaldlega veiki.

Slepptu því alveg að velta þér uppúr því hvort ég sé meðvirkur eður ei, það er mitt mál.

Sýndu kjark og skrifaðu undir nafni. Þá skal ég meðtaka þig. Fyrr getur þú ekki komið að málefnalegri umræðu af fullu viti.

HP Foss, 19.2.2009 kl. 13:56

13 Smámynd: Smjerjarmur

Ég veit að áfengissýki er sjúkdómur, sem og áfengissýki og krabbamein.  Ég er alveg sammála þér í málinu.  Hver segir þetta skort á sjálfstjórn?  Ekki ég, hér eru engir fordómar gagnvart veikindum fólks, né Þórðargleði. 

Ég mæti ekki á samráðsfundi.   Mér er einfaldlega ekki boðið á fundina. 

Varðandi meðvirkni þá hefur þú lofað sóðaskrif og þöggun.  Þetta kemur á óvart! 

Smjerjarmur, 19.2.2009 kl. 14:29

14 Smámynd: Smjerjarmur

Villa,  ég ætlaði að skrifa: ..., sem og þunglyndi og krabbamein.

Smjerjarmur, 19.2.2009 kl. 14:30

15 Smámynd: HP Foss

Eftir stendur aumingjaskapur þinn að þora ekki að skrifa undir nafni. Að rífa kjaft til hægri og vinstri, gagnrýna allt og alla í kringum sig er í mínum augum aumingjaskapur. Þeir sem slíkt gera eru aumingjar aumingjanna í mínum huga!

Hvers vegna þorir þú ekki að koma fram undir nafni?

HP Foss, 19.2.2009 kl. 14:36

16 Smámynd: Smjerjarmur

Þarftu að vita hver ég er? 

Smjerjarmur, 19.2.2009 kl. 14:54

17 Smámynd: Smjerjarmur

Helgi, ég hrósa mörgun.  Lestu það sem ég skrifa, ekki það sem aðrir segja að ég skrifi. 

Smjerjarmur, 19.2.2009 kl. 14:56

18 identicon

Það lítur út fyrir að bæjarstjórn Mosfellsbæjar sé að skoða sérstakar styrkveitingar til fyrirtækja í bæjarfélaginu ef marka má bókun á fundi bæjarstjórnar í vikunni og því ber að fagna.  Ég fyrir mitt leiti sé ekkert athugavert við að fyrirtækið Mosfellingur ehf verði fyrst í röðinni, svo lengi sem að jafnræðis sé gætt.  Því má heldur ekki gleyma að blaðið Mosfellingur er eina fréttablaðið sem gefið er reglulega út í bæjarfélaginu og er engum blöðum um það að fletta að þar er algerlega óháður miðill á ferðinni sem upplýsir og fræðir bæjarbúa af stakri kostgæfni og tekur jafnt á erfiðum málum sem afþreyingu.  Það er varla hætta á því að bæjarblaðið láti það hafa áhrif á umfjöllun sína um verk bæjarstjórnar þó að blaðið sé styrkt af bænum því að sannur blaðamaður hefur ávallt siðareglur blaðamanna að leiðarljósi, ekki satt.

Mosdal (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:50

19 identicon

Það hefur vakið athygli að forystusauður stjórnmálahreyfingar í Mosfellsbænum hefur á sínum snærum snilling sem virðist geta hlerað farsíma og numið útvarpsbylgjur frá bifreiðum bæjarbúa, þ.e.a.s ef marka má athugasemd á frægri bloggsíðu þar í bæ, einnig virðist sá gúru hafa hæfileika eða sambönd til að láta tölvur hverfa frá heimilum. 

Spurningin er hvort að þetta sé liður í einhverskonar málefna og skoðanahreinsun forystumanna bæjarfélagsins  þannig að fyrst komi farsímalögga, næst útvarpslögga og síðan netlögga  ? 

Í þessu samhengi má segja að koma Þórhalls miðils til bæjarfélagsins nú á dögunum þar sem hann hélt fund í Hlégarði vekur upp spurningar hvort að frumlegasta útspil þeirra verði hugsanalögga, ég tala nú ekki um að geta séð hvort að bæjarbúar séu að blanda geði við Samfylkingardrauga ?. 

Það verður nú ekki af þeim skafið snillingunum í Mosó :)

Dalbúi (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 14:56

20 Smámynd: Smjerjarmur

Ég verð að játa að ég botna ekkert í þessum skrifum Dalbúi, þ.e.a.s. þessum skrifum sem ég tel að þú sért að vísa til.  Þó svo að ég sé frændi Hafsteins miðils þá bara dugir það ekki til. 

Mér skilst að þeir sem halda úti bloggsíðu beri ábyrgð á efninu.  Mér finnst það ótrúlega djarft að leyfa hótunum, einelti og lygum að standa þarna dögum saman án þess að neitt sé aðhafst.  Ég las þetta og fékk viss sorgarviðbrögð.  Hafði vonað að eitthvað rofaði til með tímanum og menn spyrðu sig hvernig best væri að halda á spilunum.  Fórnarlambshlutverkið er aldrei farsælt fyrir þá sem fá tækifæri til þess að hafa áhrif til góðs í sínu samfélagi. Þeir sem eru kosnir til opinberrar þjónustu fá tækifæri til þess að þjóna samfélaginu og þessari vegsemd fylgir vissulega vandi.  Eflaust gera allir fjölmörg mistök á sinni þroskabraut í þessu þjónustu hlutverki, en þegar menn endurtaka sömu mistökin þráfaldlega svo árum skiptir fer maður að efast.  Í dag er mikið talað um að hafa allt upp á borðinu og ég vona að moldvörpustarfsemi í íslenskum stjórnmálum sé á útleið (og hér er ekki verið að stinga upp á útrás).  "Virtue is its own reward" sagði einhver, og tengdapabbi bætti við: "and so is evil".  Ég tel að það borgi sig að vera hreinn og beinn, jafnvel þegar spjótin standa á manni. 

Smjerjarmur, 22.2.2009 kl. 23:27

21 identicon

Það segir kannski allt sem segja þarf, sú staðreynd að umræddur "höfðingi" er algerlega einangraður í sínum eigin flokki, það er ekki einn málsmetandi aðili sem vill láta nafn sitt koma nálægt þessari sjálfhverfu eitursuðu.  Það vekur einnig athygli að gamlir góðir tónlistavinir eru hvergi sjáanlegir og ekki einn einasti fjölskyldumeðlimur lætur nafn sitt við það sem maðurinn er að gera.  Eins og máltækið segir " líkur sækir líkann heim" og þar hefur "Höfðinginn"  náð að mynda litla sellu af líkum vinum sem gjamma hug hans og hjarta.

.

Dalbúi (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smjerjarmur

Höfundur

Smjerjarmur
Smjerjarmur
Smjerjarmur í Halelújalandi er frændi gömlu íslensku jólasveinanna.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband